
Um Lubba
Lubbi veit að góðar málfyrirmyndir skipta höfuðmáli, m.a. er varðar ríkan orðaforða og skapandi notkun málsins. Hann veit líka að æfingin skapar meistarann og stefnir ótrauður að því að komast í hóp best mæltu Íslendinganna.
Sérstaða Lubbaefnisns
málbeinum Lubba fyrir hvert málhljóð í litum Hljóðaregnbogans sem vekja áhuga barnanna og gera hljóðanámið að skemmtilegum leik áherslu á brúarsmíð á milli málhljóða og bókstafa með stuðningi táknrænu hreyfinganna. Lubbi er sannkallaður brúarsmiður
Rannsóknir - lubbi.is
Höfundar rýndu í niðurstöður rannsóknarinnar og í bókinni Lubbi finnur málbein (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, 2009) var málhljóðunum raðað að stórum hluta upp eftir tileinkunarröð, þ.e. í þeirri röð sem íslensk börn tileinka sér málhljóðin.
Eyrún og Þóra eru höfundar bókarinnar Lubbi finnur mábein og fjölbreytts málörvunarefnis undir yfirskriftinni Hljóðasmiðja Lubba. Nánari upplýsingar á www.lubbi.is. Þar má einnig prenta út mynd af Hljóðaklettum Lubba. Lubbi finnur málbein. Málefli, hagsmunasamtök í þágu barna og ungmenna með tal- og máþroskaröskun, er styrktaraðili þessa verkefnis. www.malefli.is
Umsagnir - lubbi.is
Ég hef notað málörvunarefnið „Lubbi finnur málbein" mjög mikið í vinnu minni með tveggja ára gömlum börnum. Efnið er mjög aðgengilegt fyrir kennarann og vekur gleði og áhuga hjá börnunum.